Leikurinn var tvíframlengdur en það dugði ekki til að fá fram úrslit í leiknum. Því þurfti að fá fram úrslit í vítakastkeppni.
Þar reyndust taugar Eyjamanna sterkari og allt ætlaði um koll að keyra í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.
Liðin mætast í oddaleik í Kaplakrika klukkan 19.40 á sunnudag. Sigurvegarinn mun mæta Val eða Aftureldingu í úrslitum.
Hér að neðan má sjá vítakastskeppnina frá Handboltapassanum og það er Benedikt Grétarsson sem lýsir.