Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 21:54 U18 landsliðið er á leiðinni til Kína þar sem það mun keppa á heimsmeistaramóti í handbolta. Að taka þátt í slíkri keppni er alls ekki ókeypis, fyrir íslenska liðið að minnsta kosti. Aðsend Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira