Söngvakeppni og stríðsglæpir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:30 Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun