„Hann lærði aldrei nafnið mitt og kallaði mig alltaf bara bróður hans Jóns,“ segir Frikki.
Hann lýsir því að fram undan hafi verið skemmtun á Fiskideginum mikla á Dalvík. Tónlistarfólkinu hafi verið flogið norður til Akureyrar og smalað í rútu. Öllum nema Ragga sem fékk aðeins ljúfari meðferð og ekið í bíl
Frikki segir Hauk Henriksen þúsundþjalasmið hafa setið við stýrið og Raggi sagt geðveikar sögur.
„Svo hringir hjá honum síminn og maður heyrir í honum. Jú það er strákur að keyra bílinn og bróðir hans Jóns er hérna,“ segir Frikki sem ber greinilega mikla virðingu fyrir Ragnari heitnum. Auk þess hafi hann ekki verið sá fyrsti til að vísa til hans sem bróður bróður síns.
Á áfangastað hafi Ragnar farið út út bílnum og ákveðið að taka sénsinn. Hann hafi snúið sér að Frikka og sagt:
„Blessaður Gústi.“
Frásögn Frikka er sprenghlægileg og má sjá að neðan.