„Það kom í ljós að festingarnar voru lausar og eina leiðin til að lagfæra þetta er að tæma laugina. Það er ekki hægt að notast við borvélar á botni laugarinnar án þess að tæma,“ segir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Laugardalslaugar.

Hún segir að um sé að ræða tvær ristar sem þurfi að laga.
Drífa segir að tæming hafi hafist í gær og standi hún enn. Þó sé nú hægt að athafna sig í barnalauginni þó að enn sé eitthvað í að laugin með sundbrautunum tæmist. En við stefnum að því að opna aftur á laugardaginn.“
Á samfélagsmiðlum laugarinnar er tekið fram að loka þurfi lauginni vegna „alvarlegrar öryggisbilunar í laugarkari“.

Takmörkuð opnun var í Laugardalslaug í gær þar sem opið var ofan í heitu pottana. Laugin öll sé hins vegar lokuð fram á laugardag.
Laugardalslaug var lokuð í fáeinar vikur síðasta haust vegna viðhalds. Fréttastofa heimsótti þá starfsmenn laugarinnar þar sem unnið var að framkvæmdum. Sjá má fréttina í spilaranum að neðan.