Vits er þörf þeim er víða ratar- um gagnsemi og glapræði gervigreindar Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 8. maí 2024 10:31 Nú á tímum gervigreindar, gríðarlegs áreitis samfélagsmiðla, örra samfélagbreytinga og krafna um að fréttir berist strax, stundum án mikillar ígrundunar, er mikilvægt að efla stafræna borgaravitund. Með stafrænni borgaravitund er átt við það að hafa þá þekkingu og færni sem þarf til að sýna ábyrga hegðun þegar tækni er notuð eða þegar verið er í stafrænu umhverfi. Nauðsynlegt er að við öll höfum yfir vissri færni að ráða þegar kemur að stafrænu læsi og afar mikilvægt er að unga fólkið okkar fái kennslu í þessari stafrænu lífsleikni. Samhliða því þarf að virkja gagnrýna hugsun til að hægt sé að átta sig á hvað er að marka og hverju á að trúa í þessari flóknu veröld upplýsinga en lesa ekki aðeins fyrirsagnir og draga þannig misgóðar ályktanir. Gervigreindin hefur tröllriðið öllu síðustu mánuði, þróunin er ofurhröð og hún er ýmist lofuð eða löstuð. Því er nauðsynlegt að hafa í huga hvað hún er og hvernig hún virkar. Hugtakið gervigreind er notað um tækni sem þróuð hefur verið til að líkja eftir mannlegri greind. Hún er þjálfuð í að læra, túlka og vinna að verkefnum líkt og manneskja. Gjarnan er átt við spjallgreind (Chat GPT, Jasper, Personal AI, Claude, Bing, Gemini og fl.) þegar rætt er um gervigreind og forritin spretta upp líkt og gorkúlur. Spjallgreindin svarar spurningum með tilvísun í efni á netinu og safnar gögnum víða að á ógnarhraða. Hún er sannarlega ekki alvitur heldur nýtir hún upplýsingar sem eru þegar til staðar og svarar líkt og um manneskju sé að ræða. Við höfum reyndar stuðst við gervigreind í þónokkurn tíma enda finnst hún í símum, leitarvélum og öðrum forritum sem við þekkjum og notum. Aðgengi okkar almennings að þessari tækni er mikið, svo til óheft, kostnaðarlítið og hún er auðveld í notkun. Ótal tækifæri eru fólgin í notkun gervigreindar, til dæmis er hægt að spyrja spurninga og fá svar um hæl um allt milli himins og jarðar. Hún getur einfaldað, flýtt fyrir og stungið upp á ótal hugmyndum eða útfærslum að nánast hverju sem er. Einnig getur hún komið með tillögur, sett upp kvarða, unnið texta út frá dæmum eða óskum, sett fram spurningalista, samið tónlist eða lagatexta, útbúið mynd eftir fyrirmælum og í raun gert allt það sem okkur dettur í hug. Þannig getur hún hjálpað okkur að forma eigin hugsanir, bæta við fyrri þekkingu eða komið okkur af stað við hvers kyns verkefni svo dæmi séu tekin. En gervigreindin hefur þó þann löst eða galla að hún tekur saman allar upplýsingar, góðar og slæmar og ber þær hráar á borð. Hana skortir nefnilega gagnrýna, mannlega hugsun og hún tekur ekki tillit til breytileika og þeirrar dýptar sem mannlegur texti eða verkefni taka til. Því þarf að umgangast hana með varúð, með gagnrýna hugsun að leiðarljósi og alltaf sannreyna heimildir og upptök texta. Sjálf segir gervigreindin aðspurð að möguleikar hennar séu óteljandi og byggi á því hvernig hún sé formuð og hvaða gögnum hún hefur aðgang að. Hins vegar segist hún sjálf ekki vera fullkomin og líki ekki algjörlega eftir mannlegri greind því takmarkanir séu á skilningi hennar og getu, en hún læri stöðugt af þeim gögnum sem henni eru veitt. Gervigreind er komin til að vera og við sem samfélag þurfum að umgangast hana með þeim tækifærum og hættum sem henni fylgja. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er minnt á að ný tækni geti haft ófyrirséðar afleiðingar, bæði neikvæðar og jákvæðar, til dæmis með tilkomu gervigreindar. Því erum við sammála og minnum um leið á að hlutverk stjórnvalda er að sjá til þess að slík framþróun tækninnar gangi ekki á umhverfi, lífskjör eða stöðu fólks og að ávinningur vegna hennar dreifist með réttlátum hætti. Við fögnum því að hún getur talað íslensku og vonandi verður svo áfram, því það er stór þáttur í vernd tungumálsins okkar. Mikilvægt er að skólakerfið sjái möguleikana sem í gervigreindinni felast en fyrir nemendur getur hún verið eins og námsfélagi sem styður við einstaklingsmiðað nám. Fyrir kennara getur gervigreindin t.d. nýst við námsmat og stutt við fjölbreyttari kennsluaðferðir sem virkja nemendur með nýjum hætti. Nauðsynlegt er að kenna bæði nemendum og kennurum á verkfærið til að nýting gervigreindar í námi verði betri, sem og að minna á gagnrýna hugsun við notkun þess. Rétt eins og kennsla í stafrænni borgaravitund er nauðsynleg í grunnskólum, til að leiða unga fólkið okkar á öruggan hátt inn í það stafræna umhverfi sem er þegar orðinn stór hluti af þeirra daglegu lífi. Í stefnu Íslands um gervigreind sem unnin var á vegum Forsætisráðuneytisins 2021 er margt gott og gagnlegt. Í kaflanum Menntun í takt við tímann segir: ,,Bent er á þau atriði sem mikilvægust eru til að tryggja að menntakerfi styðji við uppbyggilega og siðferðislega þróun við innleiðingu og notkun gervigreindar á komandi árum og áratugum. Áhersla er á læsi og gagnrýna hugsun, uppbyggingu sérhæfingar, fjölgun tæknimenntaðra og möguleika í notkun gervigreindar til kennslu.” Við tökum heilshugar undir þetta og köllum eftir að markviss aðgerðaáætlun líti dagsins ljós sem fyrst (og þó fyrr hefði verið) Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem fer með málefni gervigreindar, hóf vinnu við aðgerðaáætlun á sviði gervigreindar í nóvember 2023. Nú ríður á að ljúka þeirri vinnu og gera það vel. Við köllum eftir ábyrgum tökum á þessari öflugu tækni og að tryggt sé að við stjórnum henni en hún ekki okkur. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Gervigreind Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Nú á tímum gervigreindar, gríðarlegs áreitis samfélagsmiðla, örra samfélagbreytinga og krafna um að fréttir berist strax, stundum án mikillar ígrundunar, er mikilvægt að efla stafræna borgaravitund. Með stafrænni borgaravitund er átt við það að hafa þá þekkingu og færni sem þarf til að sýna ábyrga hegðun þegar tækni er notuð eða þegar verið er í stafrænu umhverfi. Nauðsynlegt er að við öll höfum yfir vissri færni að ráða þegar kemur að stafrænu læsi og afar mikilvægt er að unga fólkið okkar fái kennslu í þessari stafrænu lífsleikni. Samhliða því þarf að virkja gagnrýna hugsun til að hægt sé að átta sig á hvað er að marka og hverju á að trúa í þessari flóknu veröld upplýsinga en lesa ekki aðeins fyrirsagnir og draga þannig misgóðar ályktanir. Gervigreindin hefur tröllriðið öllu síðustu mánuði, þróunin er ofurhröð og hún er ýmist lofuð eða löstuð. Því er nauðsynlegt að hafa í huga hvað hún er og hvernig hún virkar. Hugtakið gervigreind er notað um tækni sem þróuð hefur verið til að líkja eftir mannlegri greind. Hún er þjálfuð í að læra, túlka og vinna að verkefnum líkt og manneskja. Gjarnan er átt við spjallgreind (Chat GPT, Jasper, Personal AI, Claude, Bing, Gemini og fl.) þegar rætt er um gervigreind og forritin spretta upp líkt og gorkúlur. Spjallgreindin svarar spurningum með tilvísun í efni á netinu og safnar gögnum víða að á ógnarhraða. Hún er sannarlega ekki alvitur heldur nýtir hún upplýsingar sem eru þegar til staðar og svarar líkt og um manneskju sé að ræða. Við höfum reyndar stuðst við gervigreind í þónokkurn tíma enda finnst hún í símum, leitarvélum og öðrum forritum sem við þekkjum og notum. Aðgengi okkar almennings að þessari tækni er mikið, svo til óheft, kostnaðarlítið og hún er auðveld í notkun. Ótal tækifæri eru fólgin í notkun gervigreindar, til dæmis er hægt að spyrja spurninga og fá svar um hæl um allt milli himins og jarðar. Hún getur einfaldað, flýtt fyrir og stungið upp á ótal hugmyndum eða útfærslum að nánast hverju sem er. Einnig getur hún komið með tillögur, sett upp kvarða, unnið texta út frá dæmum eða óskum, sett fram spurningalista, samið tónlist eða lagatexta, útbúið mynd eftir fyrirmælum og í raun gert allt það sem okkur dettur í hug. Þannig getur hún hjálpað okkur að forma eigin hugsanir, bæta við fyrri þekkingu eða komið okkur af stað við hvers kyns verkefni svo dæmi séu tekin. En gervigreindin hefur þó þann löst eða galla að hún tekur saman allar upplýsingar, góðar og slæmar og ber þær hráar á borð. Hana skortir nefnilega gagnrýna, mannlega hugsun og hún tekur ekki tillit til breytileika og þeirrar dýptar sem mannlegur texti eða verkefni taka til. Því þarf að umgangast hana með varúð, með gagnrýna hugsun að leiðarljósi og alltaf sannreyna heimildir og upptök texta. Sjálf segir gervigreindin aðspurð að möguleikar hennar séu óteljandi og byggi á því hvernig hún sé formuð og hvaða gögnum hún hefur aðgang að. Hins vegar segist hún sjálf ekki vera fullkomin og líki ekki algjörlega eftir mannlegri greind því takmarkanir séu á skilningi hennar og getu, en hún læri stöðugt af þeim gögnum sem henni eru veitt. Gervigreind er komin til að vera og við sem samfélag þurfum að umgangast hana með þeim tækifærum og hættum sem henni fylgja. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er minnt á að ný tækni geti haft ófyrirséðar afleiðingar, bæði neikvæðar og jákvæðar, til dæmis með tilkomu gervigreindar. Því erum við sammála og minnum um leið á að hlutverk stjórnvalda er að sjá til þess að slík framþróun tækninnar gangi ekki á umhverfi, lífskjör eða stöðu fólks og að ávinningur vegna hennar dreifist með réttlátum hætti. Við fögnum því að hún getur talað íslensku og vonandi verður svo áfram, því það er stór þáttur í vernd tungumálsins okkar. Mikilvægt er að skólakerfið sjái möguleikana sem í gervigreindinni felast en fyrir nemendur getur hún verið eins og námsfélagi sem styður við einstaklingsmiðað nám. Fyrir kennara getur gervigreindin t.d. nýst við námsmat og stutt við fjölbreyttari kennsluaðferðir sem virkja nemendur með nýjum hætti. Nauðsynlegt er að kenna bæði nemendum og kennurum á verkfærið til að nýting gervigreindar í námi verði betri, sem og að minna á gagnrýna hugsun við notkun þess. Rétt eins og kennsla í stafrænni borgaravitund er nauðsynleg í grunnskólum, til að leiða unga fólkið okkar á öruggan hátt inn í það stafræna umhverfi sem er þegar orðinn stór hluti af þeirra daglegu lífi. Í stefnu Íslands um gervigreind sem unnin var á vegum Forsætisráðuneytisins 2021 er margt gott og gagnlegt. Í kaflanum Menntun í takt við tímann segir: ,,Bent er á þau atriði sem mikilvægust eru til að tryggja að menntakerfi styðji við uppbyggilega og siðferðislega þróun við innleiðingu og notkun gervigreindar á komandi árum og áratugum. Áhersla er á læsi og gagnrýna hugsun, uppbyggingu sérhæfingar, fjölgun tæknimenntaðra og möguleika í notkun gervigreindar til kennslu.” Við tökum heilshugar undir þetta og köllum eftir að markviss aðgerðaáætlun líti dagsins ljós sem fyrst (og þó fyrr hefði verið) Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem fer með málefni gervigreindar, hóf vinnu við aðgerðaáætlun á sviði gervigreindar í nóvember 2023. Nú ríður á að ljúka þeirri vinnu og gera það vel. Við köllum eftir ábyrgum tökum á þessari öflugu tækni og að tryggt sé að við stjórnum henni en hún ekki okkur. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun