Hjónin tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu með myndbandi og myndum af þeim tveimur í örmum hvors annars í sveitaumhverfi. Óléttubumba Hailey er í aðalhlutverki.
Þau Justin og Hailey gengu í hjónaband með leynilegri athöfn í New York árið 2018. Hamingjuóskum rignir yfir parið, þar á meðal frá fyrirsætuvinkonum Hailey, Kim Kardashian, Kendall Jenner og Gigi Hadid.°
Samkvæmt TMZ er Hailey komin rúma sex mánuði á leið.
Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin, og náskyld leikurunum Alec, William og Daniel Baldwin.
Justin Bieber náði gífurlegum vinsældum á táningsaldri með fyrstu útgefnu lögum sínum árið 2013. Hann neyddist til þess að aflýsa tónleikum í síðustu tónleikaferðalagi sínu vegna Ramsay Hunt sjúkdómsins sem hann greindist nýlega með og getur valdið andlitslömun.