Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther Guðrún Árnadóttir og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 13. maí 2024 07:31 Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar