Fólkið kom úr umhverfisverndarsamtökunum Ultima Generazione sem á íslensku gæti kallast síðasta kynslóðin.
Stöðva þurfti leik Madison Keys og Sorana Cirstea á Pietrangeli vellinum en leikurinn var í sextán manna úrslitum. Á sama tíma var truflaður tvíliðaleikur á öðrum velli.
#EFEFotos | Madison Keys se impone a Sorana Cirstea (6-2 y 6-1) en Roma en un partido interrumpido por una protesta medioambiental.#IBI24 pic.twitter.com/iiNzjyAn12
— EFE Deportes (@EFEdeportes) May 13, 2024
Fólkið ruddist inn á völlinn og henti óþekktum vökva og pappírssnifsi á keppnisvöllinn.
Fólkið lét sér ekki nægja að merkja völlinn heldur reyndi einn þeirra að líma fótinn sinn fastan við stúkuna á tennisvellinum.
Í marsmánuði voru þrír handteknir úr baráttuhópnum Ultima Generazione fyrir að trufla Rómarmaraþonið.
Meðal baráttumála hópsins er að ítalska ríkið búi til skaðabótasjóð upp á tuttugu milljarða evra fyrir allt fólkið sem hefur orðið fyrir tjóni vegna loftslagsbreytinga.
Le match entre Madison Keys et Sorana Cirstea a été interrompu par un manifestant qui a jeté des confettis avant de s’installer devant le filet au WTA 1000 de Rome. 🇮🇹
— Univers Tennis 🎾 (@UniversTennis) May 13, 2024
🎥 @angelikf pic.twitter.com/epuv9Da56S