Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Daniela Wallen og félagar í Keflavík hafa unnið alla fimm innbyrðis leiki liðanna í vetur. Vísir/Diego Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu