„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 22:46 Gunnar Magnússon öskrar sína menn áfram á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. „Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00