Frá gleðitíðindunum greina þau frá í Facebook-færslu. „Þrjú í haust,“ skrifar Elín Metta.
Í byrjun árs var greint frá því að þau Elín Metta og Sigurður væru nýtt par. Þau hefðu verið að stinga saman nefjum mánuðina á undan.
Elín Metta Jensen hefur verið ein fremsta knattspyrnukona landsins síðustu ár og hefur spilað 62 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún lagði skóna á hilluna eftir knattspyrnutímabilið 2022 og tók þá aftur fram síðasta sumar og spilaði þá með Þrótti í Bestu deildinni.
Sigurður er menntaður hagfræðingur og starfaði meðal annars hjá Viðskiptaráði Íslands og McKinsey & Company áður en hann var ráðinn til VEX. Sigurður er sonur Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra HS Orku, og Ólafar heitinnar Nordal, fyrrverandi dómsmálaráðherra.