Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2024 21:41 Síðasta myndin sem tekin var af norska selfangaranum MS Brattind. Ishavsmuseet Aarvak Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira