De Bruyne orðaður við nýtt félag í MLS Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 11:01 De Bruyne hefur sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikmönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Mike Hewitt/Getty Images Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu. The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira