Sävehof vann þá tveggja marka sigur á Ystad, 39-37, á heimavelli sínum en tvær framlengingar þurfti til að fá sigurvegara. Ystad var einu marki yfir í hálfleik, 16-15.
Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson spilar með Sävehof en nánast eingöngu í vörninni þar sem hann er mjög öflugur. Hann komst ekki á blað í leiknum.
Tryggvi stal hins vegar boltanum í stöðunni 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í framhaldinu komst Sävehof yir í 28-27. Ystad jafnaði hins vegar metin og því varð að framlengja.
Ystad fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í annarri framlengingunni en reynsluboltinn Kim Andersson lét verja frá sér úr dauðafæri og því varð að framlengja aftur.
Sävehof var síðan sterkari í seinni framlengingunni og tryggði sér þar mikilvægan sigur.
Færeyingurinn Oli Mittun var flottur í kvöld með níu mörk og fjórar stoðsendingar. Gustaf Wedberg skoraði níu mörk og Pontus Brolin bætti við sjö mörkum og fjórum stoðsendingum.
Sävehof vann fyrsta leikinn 28-27 en tapaði síðan leik tvö með fjórum mörkum 30-26, á heimavelli Ystad.
Þessi sigur Sävehof þýðir að liðið getur tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri á heimavelli Ystad í fjórða leiknum sem fer fram á þriðjudaginn kemur.