„Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 08:02 Arnar Guðjónsson vann fimm titla með Stjörnunni, þrjá bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla. Vísir/Anton Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana. Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum