Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:08 Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, á fjarfundi með varnarmálaráðherra Frakklands í dag. Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00