„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:12 Mínusmenn fá ekki nóg af því að spila saman. Íris Dögg Einarsdóttir Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“ Tónlist Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“
Tónlist Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira