Nokkrar staðreyndir um Ísland, Katrínu og Gaza Álfheiður Ingadóttir skrifar 31. maí 2024 11:32 Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar