Nökkvi mætti Messi í markaleik í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:00 Lionel Messi náði í boltann í marknetið eftir eitt marka Inter Miami í nótt. AP/Rebecca Blackwell Nökkvi Þeyr Þórisson lék með St. Louis City í nótt þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Messi var meðal markaskorara Miami en þetta var síðasti leikur Argentínumannsins í bili því hann er á leið í landliðsverkefni. Framundan er Suðurameríkukeppnin, Copa America, fyrst undirbúningsleikir og svo keppnin sjálf. Jordi Alba bjargaði stigi fyrir Inter Miami þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. JORDI ALBA NOS DA EL EMPATE 😤 pic.twitter.com/ygFcTlKYnJ— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 St. Louis komst þrisvar yfir í leiknum þar á meðal í fyrsta sinn strax á fimmtándu mínútu. Messi hafði jafnaði metin á 25. mínútu eftir undirbúning Alba en St. Louis komst aftur yfir á 41. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með St. Louis City.Getty/Bill Barrett Luis Suárez skoraði mark fyrir bæði lið, fyrst í rétt mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann jafnaði í 2-2 eftir undirbúning frá Alba og Messi. Suárez kom hins vegar St. Louis aftur yfir með því að setja boltann óvart í eigið mark á 68. mínútu. Þannig var staðan þar til að Alba jafnaði fimm mínútum fyrr leikslok. Nökkvi Þeyr kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins en St. Louis var þá 3-2 yfir. Se conocen de memoria 🤩Jordi ➡️ Messi ✨ pic.twitter.com/RwOOygRDvO— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 Messi og Suárez voru báðir að skora sitt tólfta mark í MLS-deildinni á þessu tímabili og eru þeir næstir á eftir þeim Cristian Arango hjá Real Salt Lake og Christian Benteke hjá D.C. United sem eru markahæstir með þrettán mörk. Miami er með tveggja stiga forskot á toppi Austurdeildarinnar. Liðið gæti verið án Messi í næstu fimm leikjum sínum. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Orlando City tapaði 1-0 á útivelli á móti New York Red Bulls. Staðan var orðin 1-0 þegar Dagur var sendur inn á völlinn. Orlando City er í ellefta sæti í Austurdeildinni en St. Louis City er í ellefta sætinu í Vesturdeildinni. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira
Messi var meðal markaskorara Miami en þetta var síðasti leikur Argentínumannsins í bili því hann er á leið í landliðsverkefni. Framundan er Suðurameríkukeppnin, Copa America, fyrst undirbúningsleikir og svo keppnin sjálf. Jordi Alba bjargaði stigi fyrir Inter Miami þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. JORDI ALBA NOS DA EL EMPATE 😤 pic.twitter.com/ygFcTlKYnJ— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 St. Louis komst þrisvar yfir í leiknum þar á meðal í fyrsta sinn strax á fimmtándu mínútu. Messi hafði jafnaði metin á 25. mínútu eftir undirbúning Alba en St. Louis komst aftur yfir á 41. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með St. Louis City.Getty/Bill Barrett Luis Suárez skoraði mark fyrir bæði lið, fyrst í rétt mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann jafnaði í 2-2 eftir undirbúning frá Alba og Messi. Suárez kom hins vegar St. Louis aftur yfir með því að setja boltann óvart í eigið mark á 68. mínútu. Þannig var staðan þar til að Alba jafnaði fimm mínútum fyrr leikslok. Nökkvi Þeyr kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins en St. Louis var þá 3-2 yfir. Se conocen de memoria 🤩Jordi ➡️ Messi ✨ pic.twitter.com/RwOOygRDvO— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 Messi og Suárez voru báðir að skora sitt tólfta mark í MLS-deildinni á þessu tímabili og eru þeir næstir á eftir þeim Cristian Arango hjá Real Salt Lake og Christian Benteke hjá D.C. United sem eru markahæstir með þrettán mörk. Miami er með tveggja stiga forskot á toppi Austurdeildarinnar. Liðið gæti verið án Messi í næstu fimm leikjum sínum. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Orlando City tapaði 1-0 á útivelli á móti New York Red Bulls. Staðan var orðin 1-0 þegar Dagur var sendur inn á völlinn. Orlando City er í ellefta sæti í Austurdeildinni en St. Louis City er í ellefta sætinu í Vesturdeildinni.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira