Hilmar Þór Hilmarsson fjallar um alþjóðamál, Gaza og tillögur Ísraels um vopnahlé annars vegar, hins vegar landvinninga Rússa í Úkraínu og breytingar á afstöðu Nató-ríkjanna til stríðsins þar.
Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri hjá Hafró fjallar um nýja alþjóðlega skýrslu um ástand hafsins sem dregur saman þekkingu víðsvegar að og sýnir fram á afleiðingar loftslagsvandans á lífríki hafsins sem sjást æ greinilegar og valda miklum áhyggjum.
Sprengisand má heyra á Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan, milli klukkan 10 og 12.