Þetta kemur fram á heimasíðu á vegum kínverska ríkisins. Þar er haft eftir Xi að samband landanna tveggja hafi þróast vel undanfarin ár og að hann leggi mikið upp úr því að halda því áfram.
Hann tók sérstaklega fram samstarf á sviðum viðskipta, fjárfestinga, jarðhita og umhverfisverndar, sem og menningar og ferðamennsku.
Hann sé tilbúinn að vinna með Höllu Tómasdóttur að því að styrkja samband þjóðanna og gagnkvæmt traust til að koma sambandi Kína og Íslands í nýjar hæðir.