„Veit ekki hvað kom yfir mig“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Jóhannsson skrifa 4. júní 2024 22:30 Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í fyrra marki Íslands. Vísir/Diego „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. „Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira
„Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira