Varar við þenslu á byggingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en á meðan sé byggingageirinn í örum vexti. Það geti reynst hættulegt fyrir geirann í slíku ástandi. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf