„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:38 Jóhann Kristinn var svekktur eftir tap dagsins. Vilhelm/Vísi „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira