Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 21:06 Åge á hliðarlínunni í kvöld. Í bakgrunn má sjá Ronald Koeman, þjálfara Hollands, glotta við tönn. AP Photo/Patrick Post „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira