„Það eru annars vegar óvinsældir Macron meðal kjósenda, það eru vinsældir hins 28 ára gamla forystumanns listans til Evrópuþingsins hjá franska öfgahægriflokknum. Síðan eru það almenn mótmæli bænda til að mynda hér fyrir nokkrum mánuðum og vikum við ákveðnar tilskipanir í Evrópusambandinu sem ollu því að mikið fylgi bættist við flokkinn fyrir kosningar.“
Rósa Björk segir hafa verið mikinn uppgang hægriöfgaflokka í Evrópu undanfarið. ástandið í Frakklandi og niðurstöður kosninganna séu besta mögulega niðurstaða fyrir hægriöfgaflokka en sú versta fyrir þau sem ekki aðhyllast þá stefnu.
Forseti Frakklands rauf þjóðþing Frakklands í kjölfarið og kallaði til kosninga. Rósa Björk segir Macron gera gríðarmikið veðmál með þeirri ákvörðun.
„Þetta kom kjósendum og forystufólki stjórnmálaflokka hér í Frakklandi á óvart,“ segir Rósa Björk og að með því segi Macron að fólk geti kosið á þann veg líka á þjóðþingið ef það vill. Fari hægriöfgaflokkar sem sigur af hólmi í kosningunum gætu þau öfl eignast sinn fyrsta forsætisráðherra í Frakklandi.