Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvar þrjú, í samtali við fréttastofu. Hann segir að málið varði tvo hópa, en ekki er vitað að svo stöddu hversu margir voru í þessum hópum.
„Það var þarna hópur af mönnum sem voru að útkljá einhver mál sem við vitum ekki hver eru. Það endaði þannig að það var dregin upp hnífur og einn skorinn.“
Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun, en þar var fjallað um málið sem hópslagsmál.
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins.