„Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 19:53 Guðni var svekktur með tapið en sagði sitt lið á góðri siglingu. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að játa sig sigraðan þegar FH mætti Þór/KA í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum. Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var Sandra María Jessen sem tryggði Þór/KA farseðilinn í undanúrslit með marki á 48. mínútu. „Spilamennskan var upp og niður, mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Hann var taktísk skák milli liðanna, út frá því hvernig liðin lögðu leikinn upp. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik en ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki góð byrjun á leiknum,“ sagði Guðni um leikinn í dag. „Við reyndum í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis stöður inn á vellinum en mér fannst engu að síður að það vantaði lokasendinguna á síðasta þriðjung. Við fáum vissulega vítaspyrnu og það dugar oftar en ekki til að koma marki í leikinn en við misnotuðum hana og skoruðum ekki mark í leiknum. Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna,“ bætti Guðni við. FH er á góðri siglingu Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en Þór/KA komst yfir skömmu eftir hálfleik. FH fékk tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar en Shelby Money í marki Þór/KA varði spyrnu Andreu Hauksdóttur. „Þór/KA lagði leikinn vel upp, þær þvinguðu kantmenn okkar til að fara aftar á völlinn og það þýddi að það var ákveðið bit farið þegar við vinnum boltann. Við ætluðum að laga það í hálfleiknum en svo fáum við mark í andlitið og það breytir leiknum. Mörk breyta leikjum og það gerði það í dag,“ sagði Guðni. Guðni var þó sáttur með varnarleikinn í dag og var frammistaðan talsvert betri en þegar liðin mættust í deildinni í lok apríl en sá leikur endaði með 4-0 sigri Þór/KA. „Mér fannst Þór/KA ekki vera að skapa sér mikið í 90 mínútur, þær fengu ekki mörg færi á móti okkur. Við töpum 4-0 síðast á móti þeim. FH er á góðri siglingu og við náum að tengja góðar frammistöður leik eftir leik og erum ágætis stað í dag. Nú er bikarinn frá og næsti leikur á laugardag í deild og við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Guðni að lokum.
Mjólkurbikar kvenna FH Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira