Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 13:08 Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995, hefur staðið sig einstaklega vel með sínum sjálfboðaliðum að hreinsa fjörur landsins í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira