Förum vel með byggingarvörur Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun