„Einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:52 Hallgrímur Jónasson var ánægður eftir 3-0 sigur sinna í Mjólkurbikarnum. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður eftir að hafa tryggt KA farseðil í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri gegn Fram á heimavelli. Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.” Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.”
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti