Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt.
Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið.
Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk.
Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val
Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri.
Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu.
Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok.