Dómsmálaráðherran og réttarríkið Ólafur Kjartansson skrifar 18. júní 2024 07:01 Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun