Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 14:00 Blikakonur fagna hér sigri á Val í toppslagnum á dögunum. Vísir/Hari Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins. „Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
„Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira