HSÍ tapaði rúmlega 85 milljónum króna Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 19:17 Íslenska kvennalandsliðið lenti í óvæntum kostnaði þegar liðið komst á HM í fyrra sem eitt af tveimur „wildcard“ liðum. Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur urðu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en kostnaðurinn sömuleiðis. Í skýrslu stjórnar segir að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi dugi engan veginn til. Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar. HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar.
„Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.”
HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30