Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 15:25 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Íslendingurinn særðist þegar naut réðst á hann í svokölluðu bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á götur út. Hann fékk horn nautsins í lærið og var sagður hafa fengið stórt sár, en að litlu hefði mátt muna svo hornið hefði rofið slagæð mannsins. Spænski fjölmiðillinn El Español greinir frá því að íslenski maðurinn, sem er 46 ára gamall, sé enn á sjúkrahúsi, en að ástand hans sé stöðugt. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á [email protected]. Atvikið átti sér stað í bænum Jávea sem er ekki langt frá ferðamannaborginni vinsælu Alicante. Myndband af atvikinu var birt á miðlinum Información. Íslendingurinn hafi áhyggur af pilti sem lenti líka í nauti Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að svipað atvik hafi átt sér stað. Fimmtán ára piltur var fluttur á sama sjúkrahús og Íslendingurinn með áverka á baki eftir að hafa lent í nauti á bous al carrer-nautahlaupi. Pilturinn var í framhaldinu fluttur á annan spítala vegna þess hve alvarlegir áverkar hans eru, en hann er sagður hafa misst mátt í fótunum. Óttast er að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Staðarmiðill kenndur við Levante segir jafnframt að ástand Íslendingsins sé betra. Nú hafi hann hins vegar mestar áhyggjur af piltinum. Þá bendir El Español á að í Valensíahéraði, þar sem Jávea-bærinn er staðsettur, hafi rúmlega þúsund manns særst og tveir látið lífið á sams konar viðburðum á síðasta ári. Íslendingar erlendis Spánn Dýr Tengdar fréttir Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Íslendingurinn særðist þegar naut réðst á hann í svokölluðu bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á götur út. Hann fékk horn nautsins í lærið og var sagður hafa fengið stórt sár, en að litlu hefði mátt muna svo hornið hefði rofið slagæð mannsins. Spænski fjölmiðillinn El Español greinir frá því að íslenski maðurinn, sem er 46 ára gamall, sé enn á sjúkrahúsi, en að ástand hans sé stöðugt. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á [email protected]. Atvikið átti sér stað í bænum Jávea sem er ekki langt frá ferðamannaborginni vinsælu Alicante. Myndband af atvikinu var birt á miðlinum Información. Íslendingurinn hafi áhyggur af pilti sem lenti líka í nauti Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að svipað atvik hafi átt sér stað. Fimmtán ára piltur var fluttur á sama sjúkrahús og Íslendingurinn með áverka á baki eftir að hafa lent í nauti á bous al carrer-nautahlaupi. Pilturinn var í framhaldinu fluttur á annan spítala vegna þess hve alvarlegir áverkar hans eru, en hann er sagður hafa misst mátt í fótunum. Óttast er að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Staðarmiðill kenndur við Levante segir jafnframt að ástand Íslendingsins sé betra. Nú hafi hann hins vegar mestar áhyggjur af piltinum. Þá bendir El Español á að í Valensíahéraði, þar sem Jávea-bærinn er staðsettur, hafi rúmlega þúsund manns særst og tveir látið lífið á sams konar viðburðum á síðasta ári.
Íslendingar erlendis Spánn Dýr Tengdar fréttir Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47