Guðrúnog stöllur hafa farið gríðarlega vel af stað í deildinni og liðið hafði unnið fyrstu ellefu leiki tímabilsins fyrir leik kvöldsins gegn Orebro.
Guðrún var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård í hjarta varnarinnar og hún skoraði þriðja mark liðsins á 45. mínútu og sá til þess að liðið fór með 3-0 forystu inn í hálfleikshléið.
Heimakonur bættu svo fjórða markinu við snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan 4-0 sigur Rosengård sem trónir á toppi sænsku deildarinnar með 36 stig af 36 mögulegum. Orebro situr hins vegar í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig.