Lando Norris var á ráspól en tókst ekki að halda aftur af heimsmeistara síðustu þriggja ára. Norris byrjaði ekki nógi vel, Verstappen fór fram úr honum á öðrum hring og tókst að landa sigri.
Kappaksturinn var mjög vel útfærður hjá Verstappen sem hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins. Hann var líka að vinna þriðja árið í röð á Spáni.
Norris varð að sætta sig við annað sætið og var augljóslega svekktur í lokin enda var allt til alls til að vinna þennan kappakstur.
Lewis Hamilton minnti líka á sig með því að komast á verðlaunapallinn í fyrsta sinn á þessu tímabili. Það fagna margir því að sjá Hamilton fara að blanda sér í baráttuna á ný.
Verstappen er nú kominn með 219 stig í keppninni um heimsmeistaratitilinnog sjötíu stiga forskot á annað sætið.
Norris komst aftur á móti upp í annað sætið en hann er með 149 stig eða einu stigi meira en Charles Leclerc.
Hamilton er áttunda sætinu með 70 stig.
- Lokaröðin:
- 1. Max Verstappen (Red Bull)
- 2. Lando Norris (McLaren)
- 3. Lewis Hamilton (Mercedes)
- 4. George Russell (Mercedes)
- 5. Charles Leclerc (Ferrari)
- 6. Carlos Sainz (Ferrari)
- 7. Oscar Piastri (McLaren)
- 8. Sergio Perez (Red Bull)
- 9. Pierre Gasly (Alpine)
- 10. Esteban Ocon (Alpine)