Víða búið að brúa umönnunarbilið Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:31 Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnaþing vestra Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar