Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 12:33 Frá vettvangi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Aðsend Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05
Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52