Tveir Frakkar valdir fyrstir í nýliðavali NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Zaccharie Risacher ásamt Adam Silver, yfirmanni NBA-deildarinnar. getty/Lev Radin Annað árið í röð var Frakki valinn með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Sonur LeBrons James var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024 NBA Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024
NBA Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum