Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 20:31 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk að finna fyrir því í leik FH og Tindastóls á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira