„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:45 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. „Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira