Þórður er þriðji leikmaðurinn sem snýr aftur til Þórs. Áður höfðu Hafþór Vignisson og Oddur Gretarsson samið við sitt uppeldisfélag.
Því er ljóst er að Þór mun tefla fram ansi öflugu liði í Grill 66 deildinni á næsta tímabili.
Þór endaði í 5. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni.
Á síðasta tímabili skoraði Þórður 43 mörk í fjórtán leikjum í Olís-deildinni. Stjarnan endaði í 7. sæti og tapaði fyrir Aftureldingu í átta liða úrslitum, 2-1.