Klámáhorf barna enn að dragast saman Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 08:02 Færri börn horfa á klám nú en árið 2021. Vísir/Getty Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar en hún byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum á Íslandi Svipaðar niðurstöður komu fram í könnuninni Ungt fólk sem framkvæmd var á börnum í 8. til 10. bekk í Reykjavík síðastliðið haust. Þar kom fram að hlutfall þeirra sem aldrei höfðu skoðað klám hafði hækkað verulega og farið úr 21 prósent drengja árið 2021 í 46 prósent árið 2023. Hjá stúlkum hafði hlutfallið hækkað úr 58 prósent í 82 prósent. Á unglingastigi hefur einn af hverjum þremur strákum horft á klám og ein af hverjum tíu stelpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um klámáhorf grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9 til 18 ára. Fyrir börnin sem tóku þátt, í 7.-10. bekk grunnskóla og nemendur 18 ára og yngri í framhaldsskóla, voru lagðar nokkrar spurningar um klám á netinu. Hvort þau hafi horft á það, hvenær þau gerðu það, hvernig þau upplifðu það, hvar þau horfðu og hversu oft. Þá voru þau einnig spurð hvernig þau upplifðu það og hvort þau hefðu séð klám auglýst á netinu. Í niðurstöðum kemur fram að í 7. bekk hafði fimm prósent nemenda horft á klám en í 8. til 10. bekk hafði hlutfallið hækkað í 23 prósent. Í framhaldsskóla var hlutfallið rúmlega tvöfalt hærra en á unglingastigi eða 52 prósent. Þegar sama könnun var framkvæmd árið 2021 kom fram að 41 prósent drengja í 8. bekk hafði horft á klám, 67 prósent í 9. bekk, 78 prósent í 10. bekk og 84 prósent drengja í framhaldsskóla. Hjá stúlkum var hlutfallið 17 prósent í 8. bekk, 23. Prósent í 9. bekk, 42 prósent í 10. bekk og 56 prósent í framhaldsskóla. Það hefur því lækkað töluvert í öllum aldurshópum. Horfa sjaldan Langflest þeirra sem sögðust hafa horft á klám sögðust gera það sjaldnar en einu sinni í viku. Þó sögðu um 12 prósent í 8. til 10. bekk horfa á það daglega og tíu prósent í framhaldsskóla. 18 prósent í 8. til 10. bekk sögðust horfa tvisvar til sex sinnum í viku og 30 prósent í framhaldsskóla. Því yngri sem börnin voru sem svöruðu var líklegra að þau sögðust hafa horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim klámið. 33 prósent stráka í 7. Bekk sögðust hafa horft því vinur sýndi þeim, 11 prósent í 8. til 10. bekk og tvö prósent í framhaldsskóla. Hjá stelpum var sama hlutfall 40 prósent í 7. bekk, 22 prósent í 8. til 10. bekk og svo fimm prósent í framhaldsskóla. Rúmlega helmingur stráka (56%) í 8. til 10. bekk höfðu leitað að kláminu sjálfir en meðal stelpna er hlutfallið 43 prósent. Í framhaldsskóla var hlutfallið mun hærra meðal þeirra sem höfðu leitað sjálfir að kláminu, strákar 74 prósent og stelpur 61 prósent. Börnin eru flesta sammála um að klámáhorf hafi áhrif á framkomu fólks við hvert annað.Mynd/Fjölmiðlanefnd Þeir þátttakendur sem sögðust hafa horft á klám voru spurðir hvernig þeir upplifðu það. Flestir sögðu að þeim líkaði það eða þætti það spennandi en svo var einnig hátt hlutfall sem sagðist vera alveg sama. Í 8. Til 10. Bekk sögðu 13 prósent stráka að það væri ógeðslegt eða að þeim þætti það óþægilegt og 23 prósent stúlkna. Í framhaldsskóla var hlutfallið 10 prósent hjá strákum og 20 prósent hjá stúlkum. Sjá klám á samfélagsmiðlum og leitarvélum Þá voru allir spurðir líka um auglýsingar um klám á netinu. Nokkuð fleiri strákar en stelpur höfðu séð slíkar auglýsingar. Flestir á báðum skólastigum höfðu séð klámauglýsingar á ólöglegum streymissíðum en á eftir því höfðu flestir séð klám auglýst á TikTok, Google eða Instagram. Færri höfðu séð þær á Facebook eða YouTube en þær voru samt á öllum miðlum. Þau börn sem höfðu horft á klám sögðust hafa gert það á sérstökum klámsíðum en um þriðjungur vildi ekki gefa upp hvar hann horfði á klámið. Tæpur þriðjungur stráka á framhaldsskólastigi segist hafa horft á klámið á leitarvélum. Þá var spurt út í viðhorf ungmenna til klámáhorfs. Með hækkandi aldri eykst hlutfall þeirra sem eru sammála því að áhorf á klám hafi áhrif á framkomu fólks hvert við annað. Hlutfallslega fleiri ungmenni í yngri hópnum telja félagslegan þrýsting frá vinum leiða til áhorfs á klám. Flestum sem horfðu fannst klámið spennandi eða líkaði það.Vísir/Fjölmiðlanefnd Skýrslan sem þetta byggir á er fjórði hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Er þetta í annað sinn sem Fjölmiðlanefnd, í samstarfi við Menntavísindastofnun, birtir niðurstöður slíkrar umfangsmikillar könnunar. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd segir að fyrirhugað sé að gera sambærilega könnun á tveggja til þriggja ára fresti til að kanna miðlanotkun og færni barna og ungmenna þannig að hægt verði að bera saman niðurstöðurnar og hvernig notkun þróast. Klám Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. 3. mars 2024 20:01 Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. 8. desember 2023 15:12 Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. 8. október 2023 13:25 Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. 4. október 2023 11:46 Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32 Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. 20. september 2023 22:38 Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar en hún byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum á Íslandi Svipaðar niðurstöður komu fram í könnuninni Ungt fólk sem framkvæmd var á börnum í 8. til 10. bekk í Reykjavík síðastliðið haust. Þar kom fram að hlutfall þeirra sem aldrei höfðu skoðað klám hafði hækkað verulega og farið úr 21 prósent drengja árið 2021 í 46 prósent árið 2023. Hjá stúlkum hafði hlutfallið hækkað úr 58 prósent í 82 prósent. Á unglingastigi hefur einn af hverjum þremur strákum horft á klám og ein af hverjum tíu stelpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um klámáhorf grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9 til 18 ára. Fyrir börnin sem tóku þátt, í 7.-10. bekk grunnskóla og nemendur 18 ára og yngri í framhaldsskóla, voru lagðar nokkrar spurningar um klám á netinu. Hvort þau hafi horft á það, hvenær þau gerðu það, hvernig þau upplifðu það, hvar þau horfðu og hversu oft. Þá voru þau einnig spurð hvernig þau upplifðu það og hvort þau hefðu séð klám auglýst á netinu. Í niðurstöðum kemur fram að í 7. bekk hafði fimm prósent nemenda horft á klám en í 8. til 10. bekk hafði hlutfallið hækkað í 23 prósent. Í framhaldsskóla var hlutfallið rúmlega tvöfalt hærra en á unglingastigi eða 52 prósent. Þegar sama könnun var framkvæmd árið 2021 kom fram að 41 prósent drengja í 8. bekk hafði horft á klám, 67 prósent í 9. bekk, 78 prósent í 10. bekk og 84 prósent drengja í framhaldsskóla. Hjá stúlkum var hlutfallið 17 prósent í 8. bekk, 23. Prósent í 9. bekk, 42 prósent í 10. bekk og 56 prósent í framhaldsskóla. Það hefur því lækkað töluvert í öllum aldurshópum. Horfa sjaldan Langflest þeirra sem sögðust hafa horft á klám sögðust gera það sjaldnar en einu sinni í viku. Þó sögðu um 12 prósent í 8. til 10. bekk horfa á það daglega og tíu prósent í framhaldsskóla. 18 prósent í 8. til 10. bekk sögðust horfa tvisvar til sex sinnum í viku og 30 prósent í framhaldsskóla. Því yngri sem börnin voru sem svöruðu var líklegra að þau sögðust hafa horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim klámið. 33 prósent stráka í 7. Bekk sögðust hafa horft því vinur sýndi þeim, 11 prósent í 8. til 10. bekk og tvö prósent í framhaldsskóla. Hjá stelpum var sama hlutfall 40 prósent í 7. bekk, 22 prósent í 8. til 10. bekk og svo fimm prósent í framhaldsskóla. Rúmlega helmingur stráka (56%) í 8. til 10. bekk höfðu leitað að kláminu sjálfir en meðal stelpna er hlutfallið 43 prósent. Í framhaldsskóla var hlutfallið mun hærra meðal þeirra sem höfðu leitað sjálfir að kláminu, strákar 74 prósent og stelpur 61 prósent. Börnin eru flesta sammála um að klámáhorf hafi áhrif á framkomu fólks við hvert annað.Mynd/Fjölmiðlanefnd Þeir þátttakendur sem sögðust hafa horft á klám voru spurðir hvernig þeir upplifðu það. Flestir sögðu að þeim líkaði það eða þætti það spennandi en svo var einnig hátt hlutfall sem sagðist vera alveg sama. Í 8. Til 10. Bekk sögðu 13 prósent stráka að það væri ógeðslegt eða að þeim þætti það óþægilegt og 23 prósent stúlkna. Í framhaldsskóla var hlutfallið 10 prósent hjá strákum og 20 prósent hjá stúlkum. Sjá klám á samfélagsmiðlum og leitarvélum Þá voru allir spurðir líka um auglýsingar um klám á netinu. Nokkuð fleiri strákar en stelpur höfðu séð slíkar auglýsingar. Flestir á báðum skólastigum höfðu séð klámauglýsingar á ólöglegum streymissíðum en á eftir því höfðu flestir séð klám auglýst á TikTok, Google eða Instagram. Færri höfðu séð þær á Facebook eða YouTube en þær voru samt á öllum miðlum. Þau börn sem höfðu horft á klám sögðust hafa gert það á sérstökum klámsíðum en um þriðjungur vildi ekki gefa upp hvar hann horfði á klámið. Tæpur þriðjungur stráka á framhaldsskólastigi segist hafa horft á klámið á leitarvélum. Þá var spurt út í viðhorf ungmenna til klámáhorfs. Með hækkandi aldri eykst hlutfall þeirra sem eru sammála því að áhorf á klám hafi áhrif á framkomu fólks hvert við annað. Hlutfallslega fleiri ungmenni í yngri hópnum telja félagslegan þrýsting frá vinum leiða til áhorfs á klám. Flestum sem horfðu fannst klámið spennandi eða líkaði það.Vísir/Fjölmiðlanefnd Skýrslan sem þetta byggir á er fjórði hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Er þetta í annað sinn sem Fjölmiðlanefnd, í samstarfi við Menntavísindastofnun, birtir niðurstöður slíkrar umfangsmikillar könnunar. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd segir að fyrirhugað sé að gera sambærilega könnun á tveggja til þriggja ára fresti til að kanna miðlanotkun og færni barna og ungmenna þannig að hægt verði að bera saman niðurstöðurnar og hvernig notkun þróast.
Klám Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. 3. mars 2024 20:01 Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. 8. desember 2023 15:12 Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. 8. október 2023 13:25 Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. 4. október 2023 11:46 Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32 Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. 20. september 2023 22:38 Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
„Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. 3. mars 2024 20:01
Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. 8. desember 2023 15:12
Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. 8. október 2023 13:25
Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. 4. október 2023 11:46
Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32
Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. 20. september 2023 22:38
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56