„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 13:31 Sigdís Eva Bárðardóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira