Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að svipað veður verði á morgun en þá dragi úr úrkomu norðan- og austanlands. Bjartviðri sunnan- og vestantil og hiti geti þar náð að 18 stigum þegar best lætur.
Fremur hæg breytileg átt verði á sunnudag og léttir smám saman til á Norðurlandi, en lítilsháttar væta fyrir austan. Áfram léttskýjað vestanlands og milt í veðri.