Heimamenn Cincinnati höfðu alla yfirburði á vellinum og voru 4-1 yfir í hálfleik. Þegar þeir skoruðu svo fimmta markið misstu liðsmenn Inter Miami hausinn algjörlega.
Tvö gul spjöld fyrir óþarfa brot komu í kjölfarið. Þegar dómarinn flautaði svo í enn eitt skiptið varð Sergio Busquets brjálaður og hellti sér yfir dómarann. Hann fékk að líta gult, en hélt áfram að hundelta dómarann, sem lyfti gula spjaldinu bara aftur á loft og breytti svo í rautt.
Sergio Busquets gets two yellow cards for arguing the same foul... a yellow twice in 20 seconds for dissent.
— Tom Bogert (@tombogert) July 7, 2024
Busquets sent off.
Inter Miami losing 5-1 at FC Cincinnati. pic.twitter.com/3LWEE8qsDa
Manni færri fékk liðið á sig eitt mark til viðbótar og leiknum lauk með 6-1 sigri Cincinnati FC sem tók toppsætið í MLS deildinni af Inter Miami.
Á öðrum vígstað vann Orlando City 5-0 gegn DC United. Dagur Dan Þórhallsson spilaði allan leikinn í hægri bakverði Orlando, sem situr í 17. sæti deildarinnar.