Dreymir um eigið kanínuathvarf Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 09:01 Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Evoto Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna Mist Austfjörð. Aldur? 27 ára. Starf? Afgreiðsla í Noma. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft áhuga á svona keppnum í mörg ár en ég tók fyrst þátt árið 2019 eftir að hafa fylgst með fyrrum keppendum og sigurvegurum á samfélagsmiðlum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þar sem þetta er þriðja skiptið sem ég tek þátt get ég sagt að ég hef lært eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég læri ekki bara mínar skoðanir á mikilvægum málum en líka að standa með þeim skoðunum. Einnig skemmtilega hluti eins og hvaða farði fer mér best og ég hef bætt sjálfstraustið mitt heilan helling. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, norsku, og ensku. Ég tel mig líka geta talað við dýrin mín en það er ekki víst að þau séu sammála. Hvað hefur mótað þig mest? Ég flutti til Noregs með mömmu minni á unglingsárunum og það er oft mjög erfiður og viðkvæmur tími í lífinu. Að flytja frá restinni af fjölskyldunni og vinum mínum var erfitt og samkvæmt mömmu grét ég svo mikið fyrstu vikuna að hún var næstum því búin að flytja aftur heim með mig. Þetta var þó ómetanleg upplifun og stór ástæða þess að ég er manneskjan sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Að rífa mig upp úr mjög erfiðu andlegu ástandi eftir nokkur áföll yfir nokkur ár. En það er ekkert betra en að geta sagt að ég sé sterkari fyrir vikið og enn þakklátari fyrir lífið sem mér var gefið. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Mist (@mistyaustfjord) Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef geta gefið gæludýrunum mínum gott líf, með því að fræðast um og læra hvað er best fyrir þau og hvað þau þurfa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allur textinn í Dear Reader laginu eftir Taylor Swift en sérstaklega „Bend when you can, snap when you have to“. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Harðfiskur með smjöri! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fjölskyldan mín og Buffy The Vampire Slayer. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Billy Corgan! The Smashing Pumpkins er uppáhalds hljómsveitin mín, þannig það var mjög spennandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Bara alltaf þegar einhver segir mér nafnið sitt og gullfiskaminnið stelur því úr heilanum á mér jafnóðum. Hver er þinn helsti ótti? Að lykta illa. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Með mitt eigið kanínuathvarf, sem einnig verður með hamstra og naggrísi og í litlu húsi í sveit þar sem hesturinn minn getur verið í garðinum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Breath með Breaking Benjamin. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín. Uppskrift að drauma degi? Vakna snemma og fara í göngutúr úti í uppáhalds veðrinu mínu, þegar það er sól og frost á sama tíma. Síðan að sinna dýrunum mínum og bjóða mömmu í kaffi. Á drauma deginum mínum færi ég líka í sveitina til pabba í kvöldmat og kíki á hestinn minn í leiðinni. Í lok dags myndi ég fara í langt bað og lesa og enda svo daginn uppi í rúmi að kúra með kanínunum mínum, hekla og horfa á Dexter með kærastanum. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira